Fangelsið á Litla-Hrauni

Móttökuhús

Auglýsing til birtingar laugardaginn 27. apríl 2013.

ÚTBOÐ NR. 15455

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd innanríkisráðuneytisins, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við byggingu færanlegs móttökuhúss ásamt öllum nauðsynlegum uppdráttum vegna hússins til byggingaryfirvalda. Móttökuhúsið skal vera um 125 fermetrar brúttó og skal staðsett við aðalaðkomu fangelsisins á Litla Hrauni, 820 Eyrarbakka. Bjóðandi skal vinna og leggja fram öll gögn til byggingaryfirvalda sem nauðsynleg eru til að fá samþykki fyrir byggingaráformum og framkvæmdarleyfi móttökuhússins. Bjóðandi skal reisa sökkla á afhendingarstað sem hann síðar afhendir fullbúið móttökuhús á tilbúið til tenginga við stofnlagnir á staðnum. Sérstök athygli bjóðenda er vakin á því að skila skal inn ákveðnum gögnum með tilboði samabber kafla 0.1.3 og 0.4.2 í útboðs- og samningsskilmálum.

Vettvangsskoðun verður haldin 2. maí 2013, klukkan 13.30 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa.

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 30. september 2013.

Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á krónur  3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 30. apríl 2013. 

Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum 14. maí 2013, klukkan 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

FRAMKVÆMDASÝSLA RÍKISINS


Útboðsnúmer: 15455

Opnun tilboða: 14.5.2013