Fangelsi á Hólmsheiði - Jarðvinna heimlagnir

Jarðvinna - heimlagnir

Auglýsing til birtingar laugardaginn 9. mars 2013.

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd innanríkisráðuneytisins, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við jarðvinnu á lóð fangelsis og nýlagnir veitna að henni.

Helstu magntölur  Magn  Eining 
Gröftur
Fylling
Girðing
Hitaveitulagnir
Vatnslagnir
Jarðstrengir
 22.000
18.000
735
3.200
2.200
960
 m3
m2
lm
lm
lm
m

Vettvangskönnun verður haldin 14. mars 2013 klukkan 14.00 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa. 
Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 15. október 2013 en þó skalskila framkvæmdum innan lóðar fyrr eða þann 28. júní 2013.

Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á krónur 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 12. mars 2013 klukkan 14.00. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum 26. mars 2013 klukkan 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem sem þess óska.


Útboðsnúmer: 15420

Opnun tilboða: 26.3.2013