Ofanflóðavarnir á Ísafirði

Byggðin neðan Gleiðarhjalla

Auglýsing til birtingar laugardaginn 18. maí 2013:

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Ísafjarðabæjar og Ofanflóðasjóðs, óskar eftir tilboðum í verkið Ofanflóðavarnir á Ísafirði - Byggðin neðan Gleiðarhjalla.

Verkið felst í að grafa fyrir aur- og snjóflóðavarnargörðum og skeringarsvæðum flóðmegin garða. Hlaða skal upp aurflóðavarnargarð með jarðvegsfyllingu og bratta snjóflóðavarnargarða með aðkeyrðri unninni fyllingu með styrkingarkerfi flóðmegin og fylla að þeim með jarðvegsfyllingu, sem er efni úr skeringum, hlémegin. Jafna skal og sá í allt svæðið.

Verktaki skal hanna og teikna styrkingarkerfið og útvega allt efni í það.

Í þessu útboði eru fjórir garðar. Innst er garður A þar utan við er garður 3 (aurflóðagarður) og garðar 4b og 4a. 
Áætlanir gera ráð fyrir að vinna garð A og 3 á árunum 2013 og 2014 og garða 4a og 4b á árinu 2015 og 2016.

 Helstu magntölur  Magn Eining 
Skering í fláafleyga
Skering á losunarstað
Jöfnunarfylling
Styrktarfylling
Styrkingarkerfi
Jöfnun og sáning 
 101.000
83.300
20.400
40.300
6.700
82.000
m3
m3
m3
m3
m2
m2

Vettvangsskoðun verður haldin 5. júní 2013 klukkan 13.00 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa.

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 15. október 2016.

Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á krónur 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 21. maí næstkomandi. Útboðsgögn verða ennfremur til sýnis hjá Tæknideild Ísafjarðarbæjar. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum 20. júní 2013 klukkan 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Framkvæmdasýsla ríkisins

Útboðsnúmer: 15320

Opnun tilboða: 20.6.2013