Þjóðleikhúsið - viðbygging

Framkvæmdasýsla ríkisins fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytisins óskar eftir tilboðum í verkhönnun og byggingu viðbyggingar við Þjóðleikshúsið. Um er að ræða alútboð að hluta því leitað er eftir aðila sem yfirtaki hönnunarstjórn verksins, fullgeri verkteikningar í samráði við arkitekta, fái framkvæmdarleyfi og skili af sér 1. áfanga verksins fullbúnum með öryggisúttekt.  

1. áfangi er fullbúin bygging án lagna og lyftubúnaðar en arkitektateikningar eru nánast fullbúnar. Hlutverk byggingarinnar er að auðvelda það að koma sviðsbúnaði inn á sýningarsvið og tengja smíðaverkstæði í kjallara betur við þau. 

Viðbyggingin verður um 120 m² með um 9 m vegghæð og er hugsuð sem skammtímabygging sem þó verði vandað vel til eins og um varanlega byggingu væri um að ræða.

Megin verkefni þessa 1. áfanga er:

  • Burðarþolshönnun og verkteikningar vegna hennar
  • Fullbúnir útveggir
  • Fullbúið þakvirki
  • Fullbúið milligólf
  • Hurðargat inn í aðalbyggingu
  • Aðkomuhurð stór
  • Aðkomuhurð lítil
  • Vatnslagnir til að fá öryggisúttekt
  • Brunavarnir til að fá öryggisúttekt

Vettvangsskoðun verður haldin fimmtudaginn 13. júní 2013 kl. 13:00 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa.

Verkinu skal lokið í einu og öllu fyrir 1. desember 2013 en aðgengi til að koma inn sviðsbúnaði skal vera komið fyrir 19. ágúst 2013. 

Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 4. júní næst komandi. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum 25. júní 2013 kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Framkvæmdasýsla ríkisins


Útboðsnúmer: 15472

Opnun tilboða: 25.6.2013