Arnarhvoll og gamla hæstaréttarhús

Viðgerðir og endurbætur utanhúss

FORVAL NR. 5090922-A

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. fjármála- og efnahagsráðuneytisins, efnir til forvals vegna fyrirhugaðs útboðs á viðgerðum og endurbótum á ytra byrði Lindargötu 1-3, Arnarhvols og gamla Hæstaréttarhúss.

Hér er um að ræða forval þar sem umsækjendur verða valdir úr með tilliti til hæfni og reynslu (hæfi). Gerðar eru kröfur um hæfi umsækjenda í forvali sem taldar eru nauðsynlegar til þess að bjóðendur í lokuðu útboði geti unnið verkefnið á fullnægjandi hátt. Einnig verður tekið tillit til umsagna fyrri verkkaupa um umsækjendur. Um er að ræða viðgerðir og endurbætur á byggingum með byggingarsögulegt, menningarlegt og listrænt gildi, sem að hluta til falla undir vernd húsafriðunarnefndar. Í megin atriðum felst verkið í að skipta um svo til alla glugga og hurðir í báðum húsum, gera við steypu og múr, endursteina hvort hús um sig í heild og gera við og endurnýja þök beggja húsa.

Forvalsgögn verða til sýnis og afhendingar hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, Borgartúni 7A, 105 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 11. júní 2013, opnunartími 8:30 - 16:00. 

Skilafrestur umsókna hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, Borgartúni 7A, 105 Reykjavík er til kl. 16:00 þann 25. júní 2013.


Útboðsnúmer: 5090922-A

Opnun tilboða: 7.7.2013