Arnarhvoll - innanhússframkvæmdir

Endurbætur og breytingar - 1. áfangi 3. hæð vestur

Arnarhvoll - Innanhússframkvæmdir Endurbætur og breytingar 1. áfangi 3. hæð vestur. Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðuneytisins, óskar eftir tilboðum í innanhússframkvæmdir, endurbætur og breytingar í Arnarhvoli. Um er að ræða framkvæmdir á 3. hæð hússins í vestur á alls um 500 fermetra svæði, auk þess skal setja lyftu í húsið og endurnýja snyrtingar á öllum hæðum. Rif hefur farið fram, en um er að ræða ný gólfefni, loftaefni og milliveggi og einnig skal skipta um ofna og endurnýja raflagnir og lagnir. Vettvangsskoðun verður haldin mánudaginn 8. september, kl. 14 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 19. desember 2014. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á krónur 3.500.- hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá og með miðvikudeginum 3. september. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum 16. september kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Framkvæmdasýsla ríkisins.

Útboðsnúmer: 15717

Opnun tilboða: 28.9.2014