Endurbætur á raflögnum í byggingu nr. 831, Keflavíkurflugvelli - 1. áfangi

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Landhelgisgæslu Íslands, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við breytingar á raflögnum í byggingu nr. 831, sem er innan öryggissvæðis Keflavíkurflugvallar. 

Leggja skal til 3x400V, 50Hz aðaltöflu með skiptirofum fyrir net og rafstöð og leggja nýtt lágspennt dreifikerfi í bygginguna. Smíða, setja upp og tengja skal nýjar dreifitöflur og greinatöflur, setja upp kapalstiga og leggja nýja stofna frá aðaltöflu að dreifitöflum. Skipta skal um lampa, rafbúnað, innlagnarefni, tengla, rofa, mótora og breyta lömpum ásamt öðru sem tilgrein er í verklýsingunni og á teikningum. Í byggingunni er háspennt 4160V, 60Hz dreifikerfi, 4160/208V, 60Hz spennar, 208V, 60Hz dreifitöflur og undirtöflur sem vera í notkun þegar verkið hefst. Í rafstöðvarrými hefur verið komið fyrir spennustöð á vegum á HS-Veitna hf. og í rýminu er einnig vararafstöð sem áfram verður nýtt fyrir flugskýlið.

Byggingin er flugskýli með verkstæðum, skrifstofum, rafstöðvarrými, tæknirýmum, göngum, salernum og geymslum á tveimur hæðum í sambyggðum hliðarbyggingnum við flugskýlið og er samtals um 12.200 fermetrar. Fara þarf inn um vaktað hlið til þess að komast á verkstað og skulu starfsmenn hafa öryggis- og aðgangsheimild inn á vinnusvæðið og fylgja öryggiskröfum Landhelgisgæslu Íslands, Isavia og þeim reglum sem gilda á öryggis- og varnarsvæðum. Bakgrunnskoðunar verður krafist af verktaka og öllum starfsmönnum sem koma að verkinu og einnig af undirverktökum. Allir starfsmenn verktaka þurfa að fylla út trúnaðaryfirlýsingarform og mæta á kynningu í öryggismálum vegna byggingar 831. 

Tilboðsskrá með öllum magntölum fylgir með útboðsgögnum. Vettvangsskoðun verður haldin föstudaginn 5. september 2014 kl. 10 til 11 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa. 

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 30. júní 2015. Útboðsgögn verða til afhendingar hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, Borgartúni 7A, 105 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 2. september 2014, opnunartími 8:30-16:00. Tilboðin verða opnuð hjá Framkvæmdasýslu ríkisins 16. september 2014 kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. 

Framkvæmdasýsla ríkisins

Verkefniskynning

Útboðsnúmer: 6061030-G

Opnun tilboða: 16.9.2014