VINNUEFTIRLITIÐ REYKJANESBÆ HÚSNÆÐISÖFLUN - LEIGUHÚSNÆÐI

21437 - Ríkiskaup f.h. Ríkiseigna óska eftir að taka á leigu skrifstofuhúsnæði fyrir Vinnueftirlitið í Reykjanesbæ. Um er að ræða hefðbundið skrifstofuhúsnæði. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla ríkisins.

Miðað er við að húsnæðið verði tekið á leigu til 10 ára með möguleika á að framlengja samninginn um 5 ár í senn, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um gott aðgengi þ.m.t. fyrir hreyfihamlaða, hjólandi og gangandi og næg bílastæði. Gerð er krafa um að húsnæðið sé staðsett í Reykjanesbæ.

Húsrýmisþörf stofnunarinnar er áætluð um 70 - 90 fermetrar.

Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengilegar í rafræna útboðskerfinu TendSign, á vefslóðinni https://tendsign.is/.

Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, stærð húss og skipulag þess út frá fyrirhugaðri starfsemi, afhendingatíma, staðsetningu, aðkomu og bílastæðum.

Fyrirspurnir varðandi verkefni 21437 skulu sendar rafrænt í gegnum útboðskerfið TendSign og verða svör birt þar.

Fyrirspurnarfrestur rennur út fimmtudaginn 10. júní en svarfrestur er til og með 14. júní 2021.

Leigutilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu, eigi síðar en kl. 12:00, miðvikudaginn 16. júní 2021.

Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. a-liður, 1. mgr. 11. gr. laganna.

Sjá nánar á www.utbodsvefur.is

Útboðsnúmer:

Fyrirspurnarfrestur: 10.6.2021

Opnun tilboða: 16.6.2021