Húsnæðisöflun fyrir heilsugæsluna í Hlíðum

21497– Ríkiskaup f.h. Ríkiseigna óska eftir að taka á leigu húsnæði fyrir starfsemi Heilsugæslunnar Hlíðum. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla ríkisins.

Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 15 ára, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um staðsetningu innan starfssvæðis Heilsugæslunnar Hlíðum sbr. fylgiskjal 2, þó þannig að hún sé í hæfilegri fjarlægð frá öðrum starfsstöðvum heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu. Það skal vera gott aðgengi þ.m.t. fyrir hreyfihamlaða, hjólandi, gangandi, sjúkrabifreiðar og næg bílastæði.

Heilsugæslan Hlíðum er heilbrigðisstofnun með samfelldri og alhliða heilsu-gæsluþjónustu sem grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar, heilsuverndar og byggir á víðtæku þverfaglegu samstarfi. Því skiptir staðsetning húsnæðisins, þ.e. nálægð við helstu stofnbrautir og almenningssamgöngur, miklu máli við staðarval.

Húsrýmisþörf er áætluð um 1.300 fermetrar.

Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, stærð húss og skipulags þess út frá fyrirhugaðri starfsemi, öryggis, afhendingartíma, staðsetningu, aðkomu og bílastæðum.

Fyrirspurnir varðandi verkefni 21497 skulu sendar rafrænt í gegnum útboðskerfið TendSign og verða svör birt þar.

Fyrirspurnarfrestur rennur út föstudaginn 25. júní en svarfrestur er til og með 27. júní 2021.

Leigutilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu, eigi síðar en kl. 12:00, fimmtudaginn 1. júlí 2021.

Allar nánari upplýsingar um ferlið, kröfur og tæknilýsingar er að finna gjaldfrjálst í útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign, á vefslóðinni https://tendsign.is/.

Leiðbeiningar um skráningu og skil á tilboðum er hægt að nálgast á heimasíðu Ríkiskaupa.

Sjá nánar á www.utbodsvefur.is

Útboðsnúmer: 21497

Fyrirspurnarfrestur: 25.6.2021

Opnun tilboða: 1.7.2021