RFI: Markaðskönnun fyrir Heilsugæsluna í Hveragerði

21478: Ríkiskaup f.h. Heilsugæslunnar í Hveragerði stefnir að því að taka á leigu um 400 fermetra húsnæði fyrir Heilsugæsluna í Hveragerði. Umsjónaraðili verkefnisins er Framkvæmdasýsla ríkisins.

Gerð er krafa um staðsetningu miðsvæðis í bæjarfélaginu, gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða, hjólandi og gangandi og næg bílastæði bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk.

Gert er ráð fyrir að leigutími verði 15 – 20 ár auk mögulegrar framlengingar.

Til nánari undirbúnings á fyrirhuguðum áformum um leigu á húsnæði fyrir heilsugæslu er hér með óskað eftir upplýsingum frá áhugasömum aðilum sem hafa áhuga á að útbúa og reka ofangreint húsnæði.

Upplýsingabeiðni þessi felur ekki í sér skuldbindingu til að semja við ákveðna aðila heldur er einungis verið að kanna möguleika leigutaka. Að markaðskönnun lokinni verður ákveðið hvort óskað verði eftir tilboðum skv. hefðbundnu leiguferli eða hvort samið verði við tiltekinn aðila á grundvelli markaðskönnunarinnar.

Markmiðið með markaðskönnun þessari er að kanna hvort hentugt leiguhúsnæði fyrir heilsugæslu sé til staðar í Hveragerði. Áhersla er lögð á nútímalegt og sveigjanlegt húsnæði. Á meðal meginmarkmiða er hagkvæm og markviss húsnæðisnýting og sveigjanlegt vinnurými.

Upplýsingum skal skila í gegnum TendSign fyrir kl. 12:00 þann 16. júní 2021.

Sjá nánar á www.utbodsvefur.is

Útboðsnúmer: 21478

Opnun tilboða: 16.6.2021