Húsnæðisöflun fyrir heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu

Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 15 ára, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um staðsetningu í þungamiðju svæðis innan starfssvæðis heimahjúkrunar sem er í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Kjós. Það skal vera gott aðgengi þ.m.t. fyrir hreyfihamlaða, hjólandi, gangandi og bílastæði fyrir um 50 bíla. Húsnæðið skal vera á einni hæð.

Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er heilbrigðisstofnun með samfelldri og alhliða heilsugæsluþjónustu sem grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar, heilsuverndar og byggir á víðtæku þverfaglegu samstarfi. Því skiptir staðsetning húsnæðisins, þ.e. nálægð við helstu stofnbrautir og almenningssamgöngur, miklu máli við staðarval.

Húsrýmisþörf er áætluð um 650 fermetrar.

Fyrirspurnir varðandi verkefni 21488 skulu sendar rafrænt í gegnum útboðskerfið TendSign og verða svör birt þar.

Leigutilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu, eigi síðar en kl. 12:00 þriðjudaginn 22. júní 2021.

Allar nánari upplýsingar um ferlið, kröfur og tæknilýsingar er að finna gjaldfrjálst í útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign.is

Leiðbeiningar um skráningu og skil á tilboðum er hægt að nálgast á heimasíðu Ríkiskaupa.

Sjá nánar á www.utbodsvefur.is

Útboðsnúmer: 21488

Opnun tilboða: 22.6.2021