Rýnifundur - Hjúkrunarheimili í Árborg

  • 13. desember 2017, 17:00 - 19:00, Listaháskóli Íslands

Arkitektafélag Íslands stendur fyrir rýnifundi um þær 17 tillögur sem bárust í samkeppni um hjúkrunarheimili í sveitarfélaginu Árborg miðvikudaginn 13. desember nk. kl. 17:00 í sal A í Listaháskóla Íslands, Þverholti. Dómnefndarfulltrúar munu fara yfir þær tillögur sem bárust. Samkeppnin var auglýst í maí á þessu ári, skilafrestur var 5. september sl. og var niðurstaða dómnefndar tillkynnt 24. október sl. Þeir sem hlutu fyrstu verðlaun voru Urban arkitektar ehf. og LOOP architects aps.

Dómnefndaráltið má finna hér