Morgunspjall um BREEAM vottunarkerfið

  • 21. mars 2019, 8:30 - 10:00, Grænni byggð/Green Building Council Iceland

Í morgunspjalli Grænni byggðar 21. mars 2019 munu Olga Árnadóttir, arkitekt og verkefnisstjóri umhverfismála hjá FSR, og Egill Guðmundsson, arkitekt hjá ARKÍS, leiða okkur í allan sannleikann um vottunarkerfið BREEAM.

Grænni byggð fær góða heimsókn fimmtudaginn 21. mars 2019 frá sérfræðingum í umhverfisáherslum í hönnun og vottunarkerfinu BREEAM.

Egill Guðmundsson, arkitekt hjá ARKÍS, fjallar um reynslu ARKÍS sem hefur komið að verkefnum þar sem unnið hefur verið með BREEAM vottunarkerfið.

Olga Árnadóttir, arkitekt og verkefnisstjóri umhverfismála hjá Framkvæmdasýslunni, mun fjalla um niðurstöður í mastersverkefni sínu Vistvottunarkerfið BREEAM. Greining á aðlögunarhæfni matskerfisins að íslenskum aðstæðum.

FSR styðst við breska vistvottunarkerfið BREEAM í stærstu verkefnum stofnunarinnar. Markmiðið með kerfinu er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum yfir líftíma bygginga með því að stuðla að umhverfisvænni hönnun og heilsusamlegra umhverfi fyrir notendur.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Allir velkomnir, boðið verður upp á kaffi og létt meðlæti.