Starfsfólk

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
 Guðrún Ingvarsdóttir Forstjóri  gudrun.i (hjá) fsr.is 569 8900
 Ármann Óskar Sigurðsson Sviðsstjóri fagsviðs verklegra framkvæmda og skilamats  armann.s (hjá) fsr.is 569 8926 
 Guðni Geir Jónsson Sviðsstjóri rekstrarsviðs  gudni.j (hjá) fsr.is 569 8923
 Örn Baldursson Sviðsstjóri fagsviðs frumathugana og áætlunargerðar  orn.b (hjá) fsr.is 569 8915

Arna Björk Jónsdóttir, verkefnastjóri útgáfu- og upplýsingamála

Arna BjörkSvið: Stoðþjónusta
Netfang: arna.j ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8907
Farsími: 695 2762

Arna Björk er með MA próf í blaða- og fréttamennsku, BA próf í íslensku og kennsluréttindi í þeirri grein frá Háskóla Íslands. Hún starfaði á árunum 2003-2015 á skrifstofu Alþingis, með hléum, sem upplýsingafulltrúi, skjalalesari og ræðulesari. Árin 2015-2017 starfaði hún sem deildarbókavörður á Borgarbókasafninu í Gerðubergi. Auk þess vann hún sem fararstjóri á Spáni, Króatíu og Hollandi sumrin 1998-2000 og 2003-2006 fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Arna hóf störf hjá FSR í apríl 2017. Hún er jafnframt vefstjóri FSR.

Ármann Óskar Sigurðsson, sviðsstjóri fagsviðs verklegra framkvæmda og skilamats

Ármann

Svið: Fagsvið verklegra framkvæmda og skilamats, sviðsstjóri
Netfang: armann.s ( hjá ) fsr.is 
Beinn sími: 569 8926 
Farsími: 626 2669

Ármann Óskar er með B.Sc. próf í byggingartæknifræði á burðarþols- og framkvæmdasviði frá Tækniskóla Íslands og M.Sc. í framkvæmdastjórnun í byggingaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Lengst af starfaði hann sem byggingartæknifræðingur og verkefnastjóri hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Þá var hann í átta ár framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Sveinbjörns Sigurðssonar hf. Ármann Óskar er löggiltur mannvirkjahönnuður og með löggildingu í gerð eignaskiptayfirlýsinga. Hann hóf störf hjá FSR í ágúst 2015.

Berglind Ýr Ólafsdóttir, bókari

Berglind Ýr ÓlafsdóttirSvið: Rekstrarsvið
Netfang: berglind.o ( hjá ) fsr.is 
Beinn sími: 569 8912

Berglind er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 2008 og vann áður hjá Matís ohf. Berglind hóf störf hjá FSR í ágúst 2009 sem móttökuritari en árið 2016 tók hún við sem bókari hjá stofnuninni samhliða því að ljúka námi í Viðurkenndum bókara. Að auki hefur hún sótt ýmis starfstengd námskeið tengd bókhaldi, skjalavistun, gæðastjórnun og vefumsjón.

Björn Hlíðkvist Skúlason, verkefnastjóri

Björn Hlíðkvist SkúlasonSvið: Fagsvið frumathugana og áætlunargerðar
Netfang: bjorn.s ( hjá ) fsr.is
Sími: 569 8900
Farsími: 660 3936 

Björn hefur lokið M.Sc. prófi í byggingaverkfræði við LTH í Svíþjóð (Construction Management), B.Sc. í byggingartæknifræði frá Tækniskóla Íslands og sveinsprófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík. Björn hefur starfað sem framkvæmdastjóri MainManager ehf. undanfarin ár, þá starfaði hann um árabil sem verkefnastjóri og deildarstjóri hjá FSR og byggingarstjóri hjá Hagvirki hf. Björn hóf störf hjá FSR í janúar 2019. 

Gíslína Guðmundsdóttir, verkefnastjóri

GíslínaSvið: Fagsvið frumathugana og áætlunargerðar
Netfang: gislina.g ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8950
Farsími: 895 8950

Gíslína er arkitekt FAÍ frá Listaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hún er einnig með próf í innanhússhönnun frá Danmarks Designskole. Hún hefur meðal annars starfað hjá Teiknistofunni Óðinstorgi, Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, ASK arkitektum og Arkís, ásamt því að hafa starfað sjálfstætt. Gíslína starfaði hjá FSR 2002-2008 og hóf aftur störf 2010. Hún hefur sótt fjölda starfstengdra námskeiða, meðal annars í verkefnastjórnun. 

Guðni Geir Jónsson, sviðsstjóri rekstrarsviðs

Guðni GeirSvið: Rekstrarsvið, sviðsstjóri
Netfang: gudni.j ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8923
Farsími: 895 9523

Guðni er viðskiptafræðingur (Cand. Oecon) frá Háskóla Íslands og er með MBA-gráðu frá sama skóla. Hann starfaði áður hjá Háskóla Íslands 2010-2013, Varnarmálastofnun 2008-2010, Lögreglu- og tollstjóranum á Suðurnesjum 2006-2008 og Ríkisendurskoðun 1997-2006. Guðni hóf störf hjá FSR í febrúar 2013.

Guðni Guðnason, BIM sérfæðingur

Gudni GuðnasonSvið: Fagsvið frumathugana og áætlunargerðar
Netfang: gudni.g ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8906
Farsími: 777 6660

Guðni er með B.Sc. próf í byggingartæknifræði frá Tækniskóla Íslands, MSCE í byggingaverkfræði frá Georgia Institude of Technology og nám í tölvunarfræði 1982-1985 við HÍ. Hann hefur starfað hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og síðar Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Fyrst á sviði kostnaðarrannsókna, deildarstjóri tölvusviðs og sem sérfræðingur í upplýsingatækni í byggingariðnaði. Guðni hóf störf hjá FSR í mars 2017.

Guðrún Fanney Sigurðardóttir, verkefnastjóri

GudrunSvið: Fagsvið frumathugana og áætlunargerðar
Netfang: gudrun.s ( hjá ) fsr.is
Sími: 569 8913
Farsími: 847 0099

Guðrún Fanney er arkitekt FAÍ frá Ecole Nationale Supérieure d'Architecture de Paris-La Villette. Hún hefur víðtæka reynslu í hönnun mannvirkja og gerð skipulags og hefur starfað á arkitektastofum bæði í París og á Íslandi. Þá hefur hún einnig rekið, ásamt fleirum, arkitektastofurnar Tangram, arkitektur.is og Arkstudio. Hún hefur löggildingu sem arkitekt og er á skrá Skipulagsstofnunar yfir skipulagsráðgjafa.

Guðrún Fanney hóf störf hjá FSR í maí 2018. 

Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri

Guðrún IngvarsdottirNetfang: gudrun.i ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8900

Guðrún er með M.Sc. próf í stjórnun og stefnumótun frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands en lokaverkefni hennar þar fjallaði um umbætur í samkeppnishæfni íslensks byggingariðnaðar. Þá er hún með M.Sc. gráðu í arkitektúr og löggildingu sem arkitekt. 

Guðrún hefur víðtæka reynslu af bygginga- og húsnæðismálum en áður en hún kom til starfa hjá FSR starfaði hún í velferðarráðuneytinu við innleiðingu á aðgerðaráætlun stjórnvalda í húsnæðismálum. Hún starfaði jafnframt um árabil sem forstöðumaður þróunar og nýframkvæmda hjá Búseta og sem arkitekt og hönnunarstjóri hjá Arkþing og Arkís. Þá hefur hún komið að ýmissi hagsmuna- og greiningarvinnu innan málaflokksins hérlendis og á norrænum vettvangi. Guðrún hóf störf hjá FSR í febrúar 2018.

Gunnar Sigurðsson, verkefnastjóri

GunnarSvið: Fagsvið verklegra framkvæmda og skilamats
Netfang: gunnar.s ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8918
Farsími: 898 7948

Gunnar er byggingartæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands og húsasmíðameistari að mennt. Hann starfaði hjá byggingarfulltrúanum í Hafnarfirði 1999, var sjálfstætt starfandi við húsbyggingar 2000 til 2004 og starfaði hjá Ístaki 2005 til 2006. Gunnar hóf störf hjá FSR í desember 2006.

Hreinn Sigurðsson, verkefnastjóri

Hreinn SigurðssonSvið: Fagsvið verklegra framkvæmda og skilamats
Netfang: hreinn.s ( hjá ) fsr.is
Sími: 569 8900
Farsími: 895 4909

Hreinn er byggingartæknifræðingur (B.Sc.) frá Háskólanum í Reykjavík. Hann starfaði í fjögur ár sem verkefnastjóri byggingaframkvæmda hjá sveitarfélaginu Sandnes kommune í Noregi, en þar áður vann hann við hönnun og ráðgjöf hjá Almennu verkfræðistofunni og VSÓ Ráðgjöf. Hreinn starfaði hjá FSR frá júní 2013 til janúar 2017 og hóf aftur störf hjá FSR í janúar 2019. Í millitíðinni starfaði hann sem staðarstjóri byggingaframkvæmda hjá Munck Íslandi.   

Ingibjörg Guðveig Ólafsdóttir, móttökuritari

Ingibjörg GuðveigSvið: Rekstrarsvið
Netfang: ingibjorg.o ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8910

Ingibjörg er stúdent ásamt því að hafa lokið ritaraprófi, bókhaldsmenntun og stundað nám á háskólastigi. Hún hefur víðtæka reynslu af gagnavinnslu, bókhaldi og almennum skrifstofustörfum. Ingibjörg hóf störf hjá FSR í ágúst 2016. 

Katrín Bryndís Sverrisdóttir, teymisstjóri greininga og stefnumótunar

FSR_Katrin02Svið: Stoðþjónusta
Netfang: katrin.s ( hjá ) fsr.is
Sími: 569 8900
Farsími: 820 6355

Katrín hefur lokið Cand.oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, prófi í verðbréfaviðskiptum ásamt diplómu í viðurkenndum stjórnarmönnum. Katrín starfaði hjá Regin fasteignafélagi á árunum 2009-2016, þar af framkvæmdastjóri dótturfélaga frá árinu 2010. Síðan þá hefur hún verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi í ýmsum fasteigna- og fjármögnunartengdum verkefnum. Katrín hóf störf hjá FSR í janúar 2019. 

Kristján Rafn Harðarson, verkefnastjóri

FSR_KristjanSvið: Fagsvið verklegra framkvæmda og skilamats
Netfang: kristjan.h ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8920

Kristján Rafn er byggingartæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands (HR) og með raungreinapróf frá sama skóla. Hann er með húsasmíðamenntun, hefur hlotið löggildingu sem hönnuður og lokið við réttindi byggingarstjóra, I, II og III. Þá hefur hann hefur lokið við ýmis námskeið tengd hönnunarforritum mannvirkja, vega og BIM.

Kristján Rafn hefur starfað sem smiður og bifreiðastjóri. Hann hefur komið víða að hönnun og stjórn mannvirkja af ýmsum stærðum og gerðum og komið að hönnun/hönnunarstjórn vega bæði á Íslandi sem og í Noregi. Hefur starfað sem byggingarstjóri/umsjónarmaður eftirlits mannvirkja af ýmsum stærðum og gerðum. Hefur einnig unnið mikið við hönnun sem og framkvæmdaeftirlit lagna, stofnlagna, fráveitulagna og fleira. Kristján starfaði áður hjá Verkís hf. (Fjarhitun) sem byggingartæknifræðingur 1999-2018. Kristján Rafn hóf störf hjá FSR í nóvember 2018.

Olga Árnadóttir, verkefnastjóri umhverfismála

OlgaSvið: Fagsvið frumathugana og áætlunargerðar
Netfang: olga.a ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8909
Farsími: 844 0226

Olga er með MA próf í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands en lokaverkefni hennar þar fjallaði um vistvottunarkerfið BREEAM og aðlögunarhæfni þess að íslenskum aðstæðum. Þá er hún með BA próf í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands, auk þess að hafa lokið einni önn í fornámi í Den Skandinaviske Designhøjskole. Árin 2008-2017 starfaði hún í hlutastarfi, með hléum, hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem hún aðstoðaði við rannsóknir og sinnti ýmiss konar gagnaúrvinnslu. Sumrin 2012-2014 vann hún við rannsóknar- og nýsköpunarverkefnið Eyðibýli á Íslandi. Verkefnið fólst í því að skrásetja og meta um 750 eyðibýli allt í kringum landið. Olga gegndi hlutverki verkefnastjóra þess verkefnis sumrin 2013 og 2014. Olga hóf störf hjá FSR í júní 2018. 

Pétur Bolli Jóhannesson, verkefnastjóri

Pétur BolliSvið: Fagsvið frumathugana og áætlunargerðar
Netfang: petur.j ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8946
Farsími: 840 1142

Pétur Bolli er arkitekt (Cand.Arch) frá Det Kongelige Kunstakademi í Kaupmannahöfn. Á árunum 2005-2015 starfaði hann sem skipulagsstjóri Akureyrarbæjar. Áður starfaði hann sem skipulagsarkitekt hjá Teikn á lofti ehf., verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ, sveitarstjóri Hríseyjarhrepps og sem sjálfstætt starfandi arkitekt. Hann var einnig formaður Félags byggingarfulltrúa 2012-2015. Pétur Bolli hóf störf hjá FSR í september 2015. 

Róbert Jónsson, verkefnastjóri

RóbertSvið: Fagsvið frumathugana og áætlunargerðar
Netfang: robert.j ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8908
Farsími: 896 0030

Róbert er rekstrarhagfræðingur (MBA) frá Edinborgarháskóla og tæknifræðingur (B.Sc.) frá Tækniskólanum í Óðinsvéum. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands og Eignarhaldsfélagi Suðurlands hf. og hjá Reykjavíkurborg. Áður var hann ráðgjafi hjá VSÓ og hjá verkfræðistofu R&H Consulting Engineers í Danmörku. Róbert hóf störf hjá FSR í júlí árið 2008.

Sigurður Hlöðversson, verkefnastjóri

SigurðurSvið: Fagsvið verklegra framkvæmda og skilamats
Netfang: sigurdur.h ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8917
Farsími: 898 0270

Sigurður er með B.Sc. í byggingartæknifræði frá Tækniskóla Íslands og með sveinspróf í húsasmíði. Áður starfaði hann sem tæknilegur framkvæmdastjóri Húseininga hf., á Verkfræðistofu Siglufjarðar sf., bæjartæknifræðingur og byggingarfulltrúi hjá Siglufjarðarkaupstað og bæjartæknifræðingur og skipulags- og byggingarfulltrúi Fjallabyggðar. Hann hóf störf há FSR í ágúst 2007.

Sigurður Norðdahl, verkefnastjóri

SigurðurSvið: Fagsvið verklegra framkvæmda og skilamats
Netfang: sigurdur.n ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8940
Farsími: 863 5940

Sigurður er byggingarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur enn fremur lokið rekstrar- og viðskiptanámi frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sigurður hefur meðal annars unnið hjá Íslenskum aðalverktökum og Ríkisendurskoðun. Hann hóf störf hjá FSR 2004.

Stefán Ólafsson, verkefnastjóri / skráning ríkiseigna

Stefán ÓlafssonSvið: Stoðþjónusta
Netfang: stefan.o ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8931
Farsími: 662 4931

Stefán lauk raungreinaprófi við Tækniskóla Íslands 1989 og útskrifaðist með BA í málfræði frá Háskóla Íslands 1992. Í framhaldinu af því starfaði hann við akademíska stjórnsýslu hjá sömu stofnun á árunum 1993-1997, þá við eignaskrá ríkisins hjá Ríkisbókhaldi og síðar Fjársýslu ríkisins frá 1997-2005. Eftir það starfaði hann hjá Fasteignum ríkissjóðs og síðan frá júní 2014 hjá FSR við eftirlit og skráningu fasteigna í eigu ríkissjóðs.

Örn Baldursson, sviðsstjóri fagsviðs frumathugana og áætlunargerðar

Örn BaldurssonSvið: Fagsvið frumathugana og áætlunargerðar, sviðsstjóri
Netfang: orn.b ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8915
Farsími: 895 5015

Örn er arkitekt FAÍ frá Tækniháskólanum í Þrándheimi og húsasmiður frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Áður starfaði hann hjá Svingen arkitekter as og Per Solem Arkitektkontor as í Noregi, hjá Úti og Inni arkitektum sf. í Reykjavík og sem verkefnisstjóri hjá Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar vegna átaksverkefnisins Völundarverk. Örn hóf störf hjá FSR í desember 2010. Örn hefur setið námskeið um BIM aðferðafræðina hjá EHÍ, vistvæn byggingarefni og ábyrgð byggingarstjóra hjá IÐAN ásamt ýmsum námskeiðum um forrit.