Um samkeppnir
Hönnunarsamkeppnir hvetja til fjölbreytni, nýsköpunar og frumlegra lausna.
Þá draga þær umræður sem eiga sér stað við dómnefndarstörf fram aðalatriði og skerpa áherslur verkefnanna. Verkkaupi fær þannig betri innsýn í ólíka þætti verkefnisins og þær lausnir sem mögulegar eru.
Samkeppnisform ber að velja í samræmi við eðli og tilgang fyrirliggjandi verkefnis hverju sinni. Ábyrgð dómnefnda er mikil. Því er mikilvægt að tryggja vandaða samsetningu dómnefnda í samkeppnum svo þar fari fram fagleg og þróttmikil umræða.
Stefnurit íslenskra stjórnvalda, Menningarstefna í mannvirkjagerð, leggur áherslu á að bjóða upp á hönnunarsamkeppni þar sem við á og velja samkeppnisform í samræmi við eðli og viðgang hvers verkefnis.