Lögfræðingur á skrifstofu forstjóra

Framkvæmdasýsla ríkisins leitar að öflugum og reyndum lögfræðingi í nýtt stöðugildi innan FSR til að leysa úr krefjandi álitaefnum á starfssviði FSR. Lögfræðingur mun starfa á skrifstofu forstjóra samkvæmt nýju skipuriti sem tekur gildi 1. september nk., og koma að fjölbreyttum úrlausnarefnum á sviði eigna-, leigu- og framkvæmdamála hins opinbera.

Um Framkvæmdasýslu ríkisins:
Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) er leiðandi afl á sviði opinberra framkvæmda og húsnæðisöflunar. Markmið okkar er að auka skilvirkni, hagkvæmni, gæði og samfélagslegan ávinning við framkvæmdir og húsnæðisöflun á vegum ríkisins. FSR er í fararbroddi við að innleiða vistvænar vinnuaðferðir og upplýsingalíkön mannvirkja (BIM) í byggingariðnaði á Íslandi.


Meðal verkefna sem FSR vinnur að um þessar mundir eru undirbúningur uppbyggingar hjúkrunarheimila víða um land, Hús íslenskunnnar, ný skrifstofubygging Alþingis, gestastofur í þjóðgörðum, viðbygging við stjórnarráðshúsið, þróun stjórnarráðsreits og ofanflóðaverkefni víða um land, auk fjölbreyttra húsnæðisöflunarverkefna þar sem unnið er markvisst að innleiðingu nýjunga í skipulagi vinnuumhverfis.
Lögð er áhersla á að starfsfólk sýni frumkvæði, fagmennsku og þjónustulund, njóti sín í starfi og hafi möguleika á að auka þekkingu sína og reynslu með markvissum hætti.


Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Nánari upplýsingar má finna á: www.fsr.is

Helstu verkefni:
• Umsjón samninga vegna opinberra framkvæmda og tengdra ráðgjafar- og eftirlitsþátta
• Umsjón samninga vegna leiguverkefna
• Lögfræðileg ráðgjöf til forstjóra, framkvæmdastjórnar og fagsviða FSR
• Hlutverk verkkaupa gagnvart aðkeyptri lögfræðiráðgjöf
• Gerð umsagna og svör við fyrirspurnum
• Þátttaka í þróun regluverks á sviði framkvæmda- og eignamála ríkisins
• Þátttaka í framþróun réttindamála í verklegum framkvæmdum
• Þátttaka í framþróun útboðs- og samningsforma vegna opinberra framkvæmda og leiguverkefna

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Embættis- eða meistarapróf í lögum. Lögmannsréttindi er kostur.
• Reynsla og þekking á sviði útboðs- og verktakaréttar
• Reynsla og þekking á sviði samningaréttar og samningaviðræðna
• Reynsla og þekking á sviði framkvæmda- og/eða fasteignamála
• Þekking á opinberum framkvæmdum og lögum um opinber innkaup er kostur
• Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
• Færni í að greina tölulegar upplýsingar og koma upplýsingum frá sér á skýran og skilmerkilegan hátt
• Frumkvæði, sjálfstæði og hæfni til að leiða teymi og starfa undir álagi.
• Skipulagshæfni, lausnamiðað viðmót og ögun í vinnubrögðum
• Afburða hæfni í samskiptum og lausn ágreinings
• Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.


Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2020. Umsókn óskast útfyllt á www.intellecta.is. Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem í stuttu máli er gerð er grein fyrir hæfni umsækjenda
sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, af öllum kynjum og aldri, eru hvattir til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.