Verkefnastjóri greininga

Helstu verkefni: 

• Þátttaka í þróun og innleiðingu langtímaáætlana vegna fjárfestinga á vegum ríkisins
• Umsjón með fjölbreyttri greiningarvinnu og mati valkosta með tilliti til hagrænna þátta, fjárfestinga og rekstrar
• Umsjón og þátttaka í gerð verkefnaáætlana
• Úrvinnsla og tölfræðigreiningar
• Gerð sjálfstæðra úttekta
• Þátttaka í frumkvæðisverkefnum FSR
• Fagleg aðstoð við önnur svið FSR

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Meistarapróf á sviði hagfræði og/eða viðskiptafræði – háskólamenntun á báðum sviðum er kostur
• Umfangsmikil reynsla af greiningum, tölfræðilegri úrvinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga
• Reynsla af gerð rekstrar- og framkvæmdaáætlana
• Reynsla af greiningu fjárfestinga, verkefnafjármögnun og gerð arðsemisútreikninga
• Þekking á sviði fasteignastjórnunar
• Umfangsmikil reynsla af teymisvinnu og verkefnastjórnun
• Frumkvæði, jákvæðni og samskiptahæfni
• Mjög góð skipulags- og greiningarhæfni
• Geta til að vinna sjálfstætt, skipulega og undir álagi
• Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni í tjáningu í ræðu og riti. Góð kunnátta í Norðurlandamáli er kostur


Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is), ráðgjafi hjá Intellecta, í síma 511-1225.

Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2019.

Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf.

Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.