Jafnlaunastefna FSR

Framkvæmdasýsla ríkisins skal tryggja starfsfólki þau réttindi sem kveðið er á um í 19. grein laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Við ákvörðun launa skal þess gætt að konum og körlum sé ekki mismunað og að þau skuli njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Störf skulu metin út frá þeim kröfum sem störfin gera. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við gildandi kjara- og stofnanasamninga, séu studdar rökum og taki mið af jafnlaunastjórnunarkerfi stofnunarinnar. Hvers konar frekari þóknanir, beinar og óbeinar, hvort heldur er með hlunnindagreiðslum eða öðrum hætti skulu byggjast á málefnalegum forsendum. Komi í ljós óútskýrður kynbundinn launamunur skal stöðugt unnið að því að hann sé ekki til staðar hjá stofnuninni. Forstjóri ber ábyrgð á að jafnlaunastjórnunarkerfi sem nær til alls starfsfólks.

Framkvæmdasýsla ríkisins skuldbindur sig til að:

  • Innleiða, skjalfesta og viðhalda með stöðugum umbótum jafnlaunastjórnunarkerfi í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85 og öðlast vottun í samræmi við lög 56/2017 um jafnlaunavottun.
  • Framkvæma launagreiningu einu sinni á ári eða oftar eftir þörfum til að athuga hvort mælist óútskýrður kynbundinn launamunur þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf.
  • Kynna fyrir starfsfólki helstu niðurstöður launagreiningar hvað varðar óútskýrðan kynbundinn launamun innan einstakra starfshópa, nema persónuverndar­hagsmunir mæli gegn því.
  • Bregðast við frábrigðum með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Framkvæma innri úttekt árlega eða oftar eftir þörfum.
  • Setja fram jafnlaunamarkmið og rýna á rýnifundi stjórnenda árlega eða oftar eftir þörfum.
  • Fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem eru í gildi á hverjum tíma og eiga við jafnlaunastjórnunarkerfi stofnunarinnar og meta hlítingu við lög árlega.
  • Kynna jafnlaunastjórnunarkerfi fyrir starfsfólki og hafa jafnlaunastefnu aðgengilega á vef stofnunarinnar.

Jafnlaunastefna er jafnframt launastefna.