Um vefinn

Vefur Framkvæmdasýslu ríkisins (FSR) hefur það að markmiði að gera upplýsingar um FSR aðgengilegar í notendavænu umhverfi. Við viljum gjarnan fá ábendingar og tillögur um það sem betur má fara. 

Vefstjóri FSR: Karl Pétur Jónsson
Netfang: karl.j@fsr.is
Sími: 569 8900

Aðgengisstefna

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur það að markmiði að aðgengi á vefnum sé gott. Vefur FSR var vottaður samkvæmt alþjóðlegum leiðbeiningum WAI (Web Accessibility Initiative) hjá Sjá ehf. og Öryrkjabandalagi Íslands og uppfyllir kröfur um forgang 1 og 2.  

Úttektir á vef FSR

Forsætisráðuneytið stendur fyrir úttektum á opinberum vefum, þar sem lögð er áhersla á fjóra þætti: Innihald, nytsemi, aðgengi og þjónustu. 

Úttektir á opinberum vefjum eru framkvæmdar á tveggja ára fresti og birtar á UT vefnum, þar sem hægt er að skoða niðurstöður. 

Hugbúnaðarstefna FSR

  1. Við kaup á nýjum hugbúnaði hjá FSR skal gæta þess að veita frjálsum hugbúnaði sömu tækifæri og séreignarhugbúnaði.
  2. Ávallt skal leitast við að gera sem hagstæðust innkaup.
  3. Leitast skal við að velja hugbúnað sem byggir á opnum stöðlum og stuðla að notkun hans til jafns við annan hugbúnað. 
  4. Stefnt er að því að FSR  sé ekki of háð einstökum hugbúnaðarframleiðendum og þjónustuaðilum. Notkun frjáls hugbúnaðar er liður í því. 
  5. Stuðlað verði að því að kynna frjálsan hugbúnað til jafns við séreignarhugbúnað.
  6. FSR fer einnig fram á að skráarsamskipti í framkvæmdum fari fram á opnum stöðlum.