Um FSR
Leiðandi afl á sviði opinberra framkvæmda og húsnæðisöflunar
Hlutverk Framkvæmdasýslu ríkisins er að vera leiðandi afl á sviði opinberra framkvæmda og húsnæðisöflunar. Markmið okkar er að bæta verklag og auka skilvirkni, hagkvæmni og gæði við uppbyggingu og öflun aðstöðu fyrir starfsemi ríkisaðila.
Framkvæmdasýslan heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Engin stjórn er yfir stofnuninni og er forstjóri hennar því ábyrgur gagnvart fjármála- og efnahagsráðherra.
Framkvæmdasýslan fer með stjórn ákveðins hluta verklegra framkvæmda af hálfu ríkisins. Þá veitir hún ráðuneytum og ríkisstofnunum ráðgjöf við þarfa- og valkostagreiningar, öflun leiguhúsnæðis og undirbúning og eftirfylgni framkvæmda.
Hjá Framkvæmdasýslunni starfar á fjórða tug sérfræðinga sem hvert og eitt koma með verðmæta reynslu að þekkingu við lausn þeirra mála sem stofnuninni er treyst fyrir.
Á valflipunum hér til hliðar má finna ýmsar upplýsingar um FSR.