Umhverfisvottunarkerfi

Umhverfisvottunarkerfi

Umhverfisvottunarkerfi eru nokkurs konar gátlistar fyrir góða hönnun sem auðvelda og samræma útfærslu bygginga og veita verkkaupa möguleika á að hafa tafarlaus og mælanleg áhrif á afköst byggingarinnar. 

Umhverfisvottunarkerfi eru í grunninn byggð á sömu lögmálum og sjálfbær þróun. Þeim er ætlað að samþætta umhverfislega, félagslega og efnahagslega þætti og ná fram áherslum sjálfbærrar þróunar innan byggingariðnaðarins.  

Markmiðin með notkun umhverfisvottunarkerfa eru almennt þau sömu, að auka gæði bygginga með því að byggja heilnæmar byggingar, að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og að draga úr heildarkostnaði og viðhaldi yfir allan vistferil bygginga.

Til eru fjölmörg alþjóðleg vottunarkerfi fyrir byggingar. Hér eru tenglar á þau helstu: 

BREEAM

BREEAM er alþjóðlegt umhverfisvottunarkerfi gefið út af BRE Global Ltd. í Bretlandi en skammstöfun þess stendur fyrir Building Research Establishment Environmental Assessment Methodology. Kerfinu var fyrst hleypt af stokkunum árið 1990 og var það upprunalega þróað og notað í Bretlandi fyrir skrifstofubyggingar. Kerfið hefur nú einnig verið þróað fyrir mismunandi tegundir bygginga á alþjóðlegum markaði þar sem áherslur eru mismunandi milli landa og svæða. BREEAM kerfið er í dag á meðal útbreiddasta umhverfisvottunarkerfa heims. 

Samkvæmt BRE Global Ltd. er markmiðið með kerfinu að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum yfir líftíma bygginga með því að stuðla að umhverfisvænni hönnun og heilsusamlegra umhverfi fyrir notendur. BREEAM er einnig ætlað að stuðla að betri umhverfisstjórnun á verk- og rekstrartíma bygginga og skapa trúverðugan umhverfisstimpil á markaði.

BREEAM hentar fyrir skipulag allra bygginga, nýbyggingar, endurgerð bygginga og byggingar í rekstri. BREEAM er í stöðugri þróun, hver útfærsla er uppfærð á nokkurra ára fresti til að samsvara nýjum byggingarreglugerðum og tryggja framþróun í mannvirkjagerð. 

Vottunarkerfið tekur til alls ferils framkvæmdar frá efnistöku til niðurrifs. Kerfið hefur þannig áhrif á alla þá fagaðila sem koma að framkvæmd og kallar á þverfaglegt samtal allra sem koma að verkefninu. 

Kerfið byggir á 10 umhverfisáhrifaflokkum. Sjálfbært gildi byggingar er metið út frá þessum flokkum sem spanna ólíkar hliðar byggingarframkvæmda. Undir hverjum flokki eru settar fram ákveðnar kröfur sem skilgreindar eru samkvæmt lagalegum viðmiðum á því sviði sem krafan á við um. Umhverfisflokkar

Í BREEAM vottunarferlinu er lagt mat á hönnun, smíði og notkun bygginga út frá viðmiðum sem sett eru í kerfinu. Heildarfjöldi stiga við verklok ákvarðar svo einkunnina sem bygging fær. Einkunnarskalinn er eftirfarandi: Staðið (e. pass, 30%), gott (e. good, 45%), mjög gott (e. very good, 55%), frábært (e. excellent, 70%) og framúrskarandi (e. outstanding, 85%). 

BREEAM

CASBEE

CASBEE er japanskt vottunarkerfi og stendur fyrir Comprehensive Assessment System for Built Environment Efficiency.
CASBEE

DGNB

DgnbDGNB er skammstöfun bæði fyrir þýska vistbyggðarráðið (Deutsche Gesellschaft für Nachhaltiges Bauen) og fyrir vistvottunarkerfið sem ráðið rekur. DGNB kerfið var, til að byrja með, aðeins til fyrir þýskan markað en þróaðist svo út í alþjóðlegt kerfi, DGNB International. Einnig þróaðist kerfi eingöngu ætlað opinberum aðilum í Þýskalandi, BNB (Bewertungssystem Nachhaltiges Bauen fur Bundesgebaude). DGNB er í samstarfi við World Green Building Council og Sustainable Building Alliance sem eru samtök um vistvottanir í Evrópu. DGNB

Green Star

Green Star er umhverfisvottunarkerfi Ástrala. Það var þróað af Green Building Council Australia (GBCA) sem var stofnað árið 2002. 
Green Star

LEED

LEED er bandarískt vottunarkerfi og stendur fyrir Leadership in Energy & Environmental Design. Kerfið var þróað af U.S Green Building Council sem stofnað var árið 1998. Vottunarkerfið er notað víða utan Bandaríkjanna og er byggt á hugmyndum BREEAM. Uppbygging kerfisins og meginþættir eru svipaðir.
LEED

Miljöbyggnad - Sweden Green Buildind Council

MiljoMiljöbyggnad er sænskt umhverfisvottunarkerfi fyrir byggingar. Það var þróað af aðilum úr sænska byggingar- og fasteignamarkaðnum í samvinnu við stjórnvöld, banka, tryggingafélög og háskóla í Svíþjóð. Kerfið byggir á sænskri byggingarreglugerð og hentar vel byggingum með lítil umhverfisáhrif. 
Mijöbyggnad

PromisE

PromisE er finnskt umhverfisvottunarkerfi og var þróað af öllum helstu hagsmunaaðilum í finnska fasteigna- og byggingarmarkaðnum. Kerfið var gefið út 2006.
PromisE

Svansvottun fyrir byggingar

SvansmerkiSvanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Til þess að vara eða þjónusta geti hlotið Svansvottun verður Norræna umhverfismerkjanefndin að hafa mótað kröfur fyrir viðkomandi vöru- eða þjónustuflokk. Svansvottun bygginga tekur til orkunotkunar bygginga, byggingarefna, notkun kemískra efna og ýmissa þátta sem hafa að gera með heilnæmt umhverfi og góða innivist í byggingum. Svansvottunin gerir einnig kröfur um gæðastjórnun í verkframkvæmd og við afhendingu byggingar til rekstraraðila og notenda. Á vefsíðu Svansins á Íslandi er hægt er að fá frekari upplýsingar.

Svansvottaðar byggingar eru metnar út frá vistferilsnálgun sem felur meðal annars í sér:

  • Hagkvæma orkunotkun
  • Strangar kröfur um heilsuviðmið fyrir byggingarvörur og kemísk efni
  • Góða innivist og lágan útblástur

Svanurinn