BIM og stafræn tækni í mannvirkjagerð

BIM (e. Building Information Modelling) og stafræn tækni í mannvirkjagerð er aðferðafræði sem hefur það að markmiði að auka samverkun (e. interoperability) á milli aðila í mannvirkjagerð. Stafrænar upplýsingar um mannvirki (BIM) opna dyrnar að möguleikum til hagræðingar og minni sóunnar í byggingarferlinu.

Það ferli að hanna og stjórna upplýsingum framkvæmdar, með því að búa til sýndarveruleika af framkvæmd verkefnis og geta deilt þeim upplýsingum á milli aðila á rafrænu formi. 

Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) er í samstarfshópi um innleiðingu BIM á Norðurlöndum í gegnum Nordisk Kontakt for Statsbygninger (NKS). 

FSR tekur einnig þátt í innleiðingu BIM með samstarfi í EU BIM Task Group, þar sem Evrópusambandið, ásamt Noregi og Íslandi, vinna saman að því markmiði að innleiða BIM og upplýsingatækni í mannvirkjagerð í Evrópu. 

Framkvæmdasýsla ríkisins er einn af aðal styrktaraðilum BIM Íslands, en BIM Ísland eru félagasamtök aðila sem koma að hönnun, framkvæmd, rekstri og eignaumsýslu mannvirkja. Markmið félagsins er að hvetja til stöðugra umbóta í notkun BIM og stafrænnar tækni til aukinna gæða og hagræðingar á líftíma mannvirkja.  

Vefsíða BIM Ísland

Innleiðing BIM í nágrannalöndum

 

Aðrir BIM hlekkir: