Virðing fyrir umhverfinu skiptir öllu máli

Byggingaiðnaður ábyrgur fyrir stórum hluta losunar

Framkvæmdasýslan hefur umsjón með húsnæðisöflun ríkisaðila. Ríkið er stærsti einstkaki húsbyggjandi landsins. Framkvæmdasýslan stýrir stórum hluta byggingaframkvæmda sem ríkið stendur fyrir og aflar húsnæðis með öðrum hætti, til dæmis með leigu af þriðja aðila.

Markmið Framkvæmdasýslunnar er alltaf að lágmarka umhverfisáhrif af starfi sínu. Umhverfisvitund er innbyggð í ferla og starfsemi stofnunarinnar. Þannig er til dæmis lagt upp með að leggja sem fæsta fermetra undir starfsemi, bæta nýtingu húsnæðis, auka sveigjanleika rýma, horfa til umhverisvænna efna og lausna í innréttingu og byggingu húsnæðis og að vanda þannig til verka að ending húsnæðis verði sem best.

Á þessum síðum hefur verið teknar saman upplýsingar um með hvaða hætti Framkvæmdasýslan gætir að umhverfinu í störfum sínum.

 

Umhverfismál bygginga í víðu samhengi

Umhverfisvottunarkerfi 
Grænni byggð
Áhugavert efni