
Virðing fyrir umhverfinu skiptir öllu máli
Framkvæmdasýslan tekur ábyrgð sína í umhverfismálum alvarlega.Talið er að byggingaiðnaður sé ábyrgur fyrir tæplega 40% allrar losunar gróðurhúsalofttegunda.

Skýrsla FSR: Minnkandi framúrkeyrsla ríkisframkvæmda á síðustu árum
FSR gaf út skýrsluna Lykiltölur úr skilamötum FSR 1998-2016. Samanburður raunkostnaðar og áætlana í janúar 2019 sem sýnir að umtalsverð framúrkeyrsla í ríkisframkvæmdum heyrir til undantekninga. Skýrsluna má finna má hér.
Lesa meira
Leiðandi afl á sviði opinberra framkvæmda
Hlutverk FSR er að vera leiðandi afl á sviði opinberra framkvæmda með það að markmiði að bæta verklag og auka skilvirkni, hagkvæmni og gæði við framkvæmdir ríkisins.
Engin grein fannst.
Fréttir

Ný stefna og viðmið um skrifstofuhúsnæði komin út
Fjármála- og efnahagsráðuneytið (FJR) hefur gefið út stefnuskjal með áherslum og viðmið fyrir húsnæðismál stofnana. Meðal meginmarkmiða stefnunnar er hagkvæm og marviss húsnæðisnýting og fjölbreytt og sveigjanlegt vinnuumhverfi sem styðji við teymisvinnu og samstarf.

Hvernig eru skrifstofur að breytast?
Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSR heldur erindi á nýsköpunardegi hins opinbera 21. janúar næstkomandi. Erindi hennar fjallar um hvernig Covid 19 flýtir þeirri þróun skrifstofuhúsnæðis sem var hafin þegar faraldurinn skall á. Hægt er að skrá sig til leiks hér .

Uppsteypa skrifstofubyggingar Alþingis hafin
Uppsteypa nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis hófst fyrir helgi. Steingrímur J. Sigfússon sýndi fagmannlega takta er 80 rúmmetrar steypu runnu í grunn nýju byggingarinnar.