Verkefni

Hringbrautarverkefnið - Sjúkrahótel

 • Verkkaupi: Stofnanir
 • Staða: Í verklegri framkvæmd
 • Verkefnisnúmer: 633 2001
 • Verkefnastjóri: Bergljót S. Einarsdóttir og Ármann Óskar Sigurðsson
 • Tímaáætlun: Áætluð verklok fyrri hluta árs 2018
 • Áætlaður kostnaður: kr. 1.833.863.753.-
 • Sjúkrahótel
 • Sjúrkahótel
 • Sjúrkahótel
 • Kristján Þór Júlíusson teku fyrstu skóflustunguna

Um verkefnið

Sjúkrahótelið verður fyrsta nýbyggingin í heildaruppbyggingunni sem framundan er á Landspítala Hringbraut. Það verður tekið í notkun árið 2017. Í sjúkrahótelinu verða 75 herbergi. 

Húsið rís á norðvesturhluta lóðar spítalans milli kvennadeildahúss, K-byggingar og Barónsstígs. Sjúkrahótelið verður fjórar hæðir og kjallari. Byggingin er 4.258 fermetrar að stærð (brúttó) eða 14.780 rúmmetrar (brúttó) með kjallara og tengigöngum sem tilheyra hótelinu. 

Innangengt verður milli sjúkrahótelsins og barnaspítalans / kvennadeilda. 

Aðalhönnuðir hússins eru KOAN-hópurinn en forhönnun, skipulagsgerð, hönnun gatna og lóðar er unnin af Spital-hópnum. Húsið verður prýtt með steinklæðningum, listaverki eftir Finnboga Pétursson myndlistarmann, samkvæmt samkomulagi við Listskreytingarsjóð.

Sjá nánar um verkefnið á vefsíðu Nýs landspítala og hjá verkefnastjóra FSR. 

Frumathugun

Upplýsingar um frumathugun og forhönnun er meðal annars að finna í skilagrein FSR hér

 

Áætlunargerð

Sjúkrahótelið verður fyrsta nýbyggingin í heildaruppbyggingunni sem framundan er á Landspítala Hringbraut. Það verður tekið í notkun árið 2017. Í sjúkrahótelinu verða 75 herbergi. 

Húsið rís á norðvesturhluta lóðar spítalans milli kvennadeildahúss, K-byggingar og Barónsstígs. Sjúkrahótelið verður fjórar hæðir og kjallari. Byggingin er 4.258 fermetrar að stærð (brúttó) eða 14.780 rúmmetrar (brúttó) með kjallara og tengigöngum sem tilheyra hótelinu. 

Innangengt verður milli sjúkrahótelsins og barnaspítalans / kvennadeilda. 

Aðalhönnuðir hússins eru KOAN-hópurinn en forhönnun, skipulagsgerð, hönnun gatna og lóðar er unnin af Spital-hópnum. Húsið verður prýtt með steinklæðningum, listaverki eftir Finnboga Pétursson myndlistarmann, samkvæmt samkomulagi við Listskreytingarsjóð.

Sjá nánar um verkefnið á vefsíðu Nýs landspítala og hjá verkefnastjóra FSR. 

Verkleg framkvæmd

Boðin var út verkleg framkvæmd fyrir Sjúkrahótel, götur, veitur og lóð. Framkvæmdinni er skipt í tvo verkhluta

 • Götur, veitur og lóð (GVL)
 • Sjúkrahótel (SJH)

Í fyrri verkhluta eru: 

 • Aðstöðusköpun
 • Upprif á núverandi yfirborði gatna, göngustíga, bílastæða og grænna svæða, ásamt jarðvinnu fyrir sjúkrahótelið
 • Öll vinna við lagnir á svæðinu
 • Uppsteypa tengiganga og stoðveggja
 • Nýbygging gatna, bílastæða og gönguleiða, ásamt öllum lóðarfrágangi

Í seinni hluta eru: 

 • Jarðvinna að hluta
 • Uppsteypa
 • Einangrun, steinklæðning og þakfrágangur
 • Gluggar og frágangur glugga
 • Neysluvatnslagnir, vatnsúðakerfi, fráveita og loftræsisamstæða
 • Raflagnir og smáspennulagnir
 • Innrétting starfsmannaaðstöðu og hótelherbergja
 • Innrétting matsalar, setustofa og skrifstofa
 • Vörulyftur og fólkslyftur

Verkinu átti að vera að fullu lokið 1. júní 2017 en framkvæmdir eru á eftir áætlun. Áfangaskil voru 1. júní 2016 og 15. mars 2017. 
Verkefnið er unnið samkvæmt aðferðafræði upplýsingalíkana mannvirkja (BIM) og aðferðafræði vistvænnar hönnunar. Stefnt er að því að byggingin verði vottuð sem vistvænt mannvirki samkvæmt alþjóðlega umhverfisvottunarkerfinu BREEAM.