Verkefni

Hús íslenskra fræða

 • Verkkaupi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið
 • Staða: Í áætlunargerð
 • Verkefnisnúmer: 602 1310
 • Verkefnastjóri: Bergljót S. Einarsdóttir
 • Stærð mannvirkis: Byggingin verður um 6.500 fermetrar, auk um 2.200 fermetra opinnar bílageymslu
 • Tímaáætlun: Áætluð verklok eru 2021
 • Fjarviddarmynd-sed-ur-sudvestri

Um verkefni

Lengi hefur staðið til að reisa mannvirki til að varðveita þau íslensku handrit sem skilað var frá Danmörku. Mennta- og menningarmálaráðuneytið skilaði af sér skýrslu árið 2007 þar sem gert var ráð fyrir húsnæði fyrir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Háskóli Íslands gaf byggingarreit við Arngrímsgötu 5 í Reykjavík, á milli Háskólans og Þjóðarbókhlöðunnar við Suðurgötu. 

Hús íslenskra fræða mun hýsa fjölbreytta starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar verður miðstöð rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum; tungu, bókmenntum og sögu. Húsið mun sömuleiðis varðveita frumgögn um íslenska menningu; handrit, skjöl, orða- og nafnfræðisöfn og þjóðfræðasöfn.

Verkkaupi er mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Verkefnastjóri áætlunargerðar er Bergljót S. Einarsdóttir. Þorvaldur S. Jónsson var verkefnastjóri verklegrar framkvæmdar jarðvinnu.

Frumathugun

 

Unnin var samkeppnislýsing og efnt til samkeppni á árinu 2008. 

Niðurstöður úr samkeppninni voru kynntar 21. ágúst 2008. Alls bárust 19 fjölbreyttar og skemmtilegar tillögur og augljóst að höfundar nálguðust viðfangsefnið af miklum metnaði og frumleika. 

Þar eru þær bækur sem aldrei og hvergi fást slíkar til dómadags. 

Arnas Arnæus í Eldi í Kaupinhafn eftir Halldór Laxnes

1. verðlaun hlaut Hornsteinar arkitektar ehf., Almenna verkfræðistofan (Sigurður Gunnarsson Dr. Ing.)

2. verðlaun hlaut PK arkitektar ehf. Pálmar Kristmundsson, arkitekt, Fernando de Mendonca, arkitekt, Cassiano Rabelo, arkitekt, Leonardo Collucci, arkitekt, Böðvar Tómasson, verkfræðingur, Línuhönnun hf. 

3. verðlaun hlaut VA arkitektar ehf., Þórhallur Sigurðsson, arkitekt FAÍ, MAA, Harpa Heimisdóttir, arkitekt, Fractal Iceland

 

Áætlunargerð

 

Hús íslenskra fræða verður við Arngrímsgötu 5. Lóðin afmarkast af Suðurgötu til austurs, Guðbrandsgötu til suðurs og Arngrímsgötu til vesturs. Norðan megin við Hús íslenskra fræða er Þjóðarbókhlaðan.

Í janúar 2009 var samningur milli verkkaupa og hönnuða undirritaður á grundvelli 1. verðlauna í hönnunarsamkeppni. Jarðvinna Húss íslenskra fræða var boðin út árið 2013 og framkvæmdum þar að lútandi lauk það ár. Húsbyggingin var einnig boðin út sama ár en þeim framkvæmdum var frestað.

Byggingin er um 6.500 m2 á þremur hæðum, auk kjallara undir hluta hússins ásamt opnum bílakjallara við húsið. Form byggingarinnar er sporöskjulaga og brotið upp með útskotum og inngörðum. Að utan verður byggingin klædd málmhjúpi með skreytingum af handritunum.
 
Veturinn 2016–2017 hefur hönnun verið rýnd og uppfærð, meðal annars með hliðsjón af ákvæðum nýrrar byggingarreglugerðar. Áætlað er að verklegar framkvæmdir hefjist haustið 2017 og að þeim ljúki árið 2020. Ákvörðun um verklega framkvæmd er háð samþykki fjármála- og efnahagsráðuneytis.

Eftirtaldir aðilar eru ráðgjafar verkkaupa við verkið:

 

 • Arkitektar: Hornsteinar arkitektar ehf.
 • Burðarþol og lagnir: Almenna verkfræðistofan hf. / nú Verkís hf. 
 • Bruna-, hljóð- og öryggishönnun, BREEAM: EFLA verkfræðistofa hf.
 • Raflagnir: Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar / nú Lota ehf.
 • Lýsingarhönnun: Hollenska fyrirtækið Arup. 

 

Bergljót S. Einarsdóttir hjá FSR er verkefnastjóri áætlunargerðar. Þorvaldur S. Jónsson var verkefnastjóri verklegrar framkvæmdar jarðvinnu.

Hús íslenskra fræða er leiðsöguverkefni þar sem unnið hefur verið með nýjungar í BIM og vistvænni hönnun. Stefnt er að því að byggingin verði vottuð sem vistvænt mannvirki samkvæmt alþjóðlega vottunarkerfinu BREEAM