Verkefni

Alþingi - nýbygging skrifstofa á Alþingisreit

  • Staða: Í áætlunargerð
  • Verkefnisnúmer: 600 1021
  • Verkefnastjóri: Gíslína Guðmundsdóttir
  • Stærð mannvirkis: Skrifstofubygging: 4.500 m² Bílakjallari: Um 1.200 m²
  • Tímaáætlun: Áætluð verklok vorið 2020

 

Um verkefnið

Þarfagreining og frumathugun um húsnæðisþörf Alþingis var unnin af Framkvæmdasýslunni 2015. Niðurstaðan var sú að Alþingi þarfnaðist um 4.500 m² skrifstofubyggingar og um 1.200 m² bílakjallara í samræmi við skipulag svæðisins. Heimild var veitt til áætlunargerðar. Hún hófst með því að auglýst var hönnunarsamkeppni um verkefnið í júní 2016. Góð þátttaka var í samkeppninni og bárust 22 tillögur frá innlendum og erlendum aðilum. Niðurstaða fékkst í desember 2016 og hlutu arkitektarnir í Studio Granda 1. verðlaun. Unnið er að áætlunargerð fyrir skrifstofubygginguna með fyrrnefndum arkitektum ásamt verkfræðistofunni EFLU. Áætlað er að hönnun ljúki snemma árs 2018 og að byggingin verði tilbúin vorið 2020.