Viðmið fyrir umhverfisvæna byggingu

  • 22. nóvember 2018, 8:30 - 10:00, Grænni byggð/Green Building Council Iceland

Niðurstöður vinnustofunnar Hvað er umhverfisvæn bygging í íslensku samhengi? sem haldin var 6. september síðastliðinn verða kynntar og ræddar á þessum morgunfundi. 

Við fáum kynningar frá:

Söndru Rán Ásgrímsdóttur, sjálfbærniverkfræðingi hjá Mannvit
Gyðu Mjöll Ingólfsdóttur, umhverfisverkfræðingi hjá Eflu og stjórnarformanni hjá Grænni byggð
Þórhildi Fjólu Kristjánsdóttur, orku- og umhverfisverkfræðingi og framkvæmdastjóra Grænni byggðar
Önnu Sigríði Jóhannesdóttur, arkitekt hjá VA arkitektar

Farið verður yfir vistvæn viðmið fyrir eftirfarandi flokka:

  • Úrgangur
  • Orkunotkun og stýring 
  • Innivist 
  • Efnisnotkun
  • Lóðamál og vistvænar samgöngur 
  • Rýmisnýtni/Sveigjanleiki

Tími verður fyrir umræður um málefnið.

Boðið verður upp á kaffi og létt meðlæti, allir velkomnir.

Verkefnið Umverfisvæn bygging í íslensku samhengi er styrkt af umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

FSR er aðili að Grænni byggð, Green Building Council Iceland (áður Vistbyggðarráð) og tók þátt í undirbúningi og stofnun hennar í febrúar 2010.