Ráðstefna um byggingarúrgang

 • 8. nóvember 2018, 13:00 - 16:30, Nauthóll

Áhugaverð ráðstefna í Nauthól í nóvember um byggingarúrgang, flokkun hans, endurnýtingu og endurvinnslu. Á ráðstefnunni mun Framkvæmdasýslan fjalla um BREEAM verkefni stofnunarinnar.

Mikið er um að vera í byggingariðnaði, bæði nýbyggingar, endurbætur og niðurrif. Við alla þessa byggingarstarfsemi myndast mikið magn af úrgangi. Hver er staðan á þessum úrgangi í dag? Og hvar getum við gert betur? Ráðstefnan er samvinnuverkefni milli FENÚR, Grænni byggðar og Samtaka iðnaðarins.

Dagskrá

 • 13:00-13:10 Velkomin 
 • 13:10-13:40 Reynsla Norðmanna
 • 13:40-14:00 Niðurrif og nýbyggingar – staðan og áskoranir hjá Reykjavíkurborg
 • 14:00-14:15 BREEAM verkefni hjá Framkvæmdasýslunni
 • 14:15-14:30 Kaffihlé
 • 14:30-15:15 Reynsla verktaka 
 • 15:15-15:30 Dæmi um endurvinnslu/endurnýtingu 
 • 15:30-15:45 Staðan hjá Sorpu, efnismiðlun o.fl.
 • 15:45-16:00 Leiðbeiningar um byggingarúrgang frá Mannvirkjastofnun /Umhverfisstofnun
 • 16:00 - 16:30 Samantekt

Nánari dagskrá auglýst síðar

Skráning fer fram hér.