Starfsfólk

 Nafn  Starfsheiti  Netfang  Sími
 Guðrún Ingvarsdóttir  Forstjóri   gudrun.i ( hjá ) fsr.is 569 8900
 Guðni Geir Jónsson  Fjármálastjóri   gudni.j ( hjá ) fsr.is 569 8923
 Örn Baldursson  Gæðastjóri   orn.b ( hjá ) fsr.is 569 8915

Arna Björk Jónsdóttir, verkefnastjóri útgáfu- og upplýsingamála

Arna BjörkNetfang: arna.j ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8907
Farsími: 695 2762

Arna Björk er með MA próf í blaða- og fréttamennsku, BA próf í íslensku og kennsluréttindi í þeirri grein frá Háskóla Íslands. Hún starfaði á árunum 2003-2015 á skrifstofu Alþingis, með hléum, sem upplýsingafulltrúi, skjalalesari og ræðulesari. Árin 2015-2017 starfaði hún sem deildarbókavörður á Borgarbókasafninu í Gerðubergi. Auk þess vann hún sem fararstjóri á Spáni, Króatíu og Hollandi sumrin 1998-2000 og 2003-2006 fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Arna hóf störf hjá FSR í apríl 2017. Hún er jafnframt vefstjóri FSR.

Ármann Óskar Sigurðsson, verkefnastjóri

Ármann

Netfang: armann.s ( hjá ) fsr.is 
Beinn sími: 569 8926 
Farsími: 626 2669

Ármann Óskar er með B.Sc. próf í byggingatæknifræði á burðarþols- og framkvæmdasviði frá Tækniskóla Íslands og M.Sc. í framkvæmdastjórnun í byggingaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Lengst af starfaði hann sem byggingartæknifræðingur og verkefnastjóri hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Þá var hann í átta ár framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Sveinbjörns Sigurðssonar hf. Ármann Óskar er löggiltur mannvirkjahönnuður og með löggildingu í gerð eignaskiptayfirlýsinga. Hann hóf störf hjá FSR í ágúst 2015.

Berglind Ýr Ólafsdóttir, bókari

Berglind Ýr ÓlafsdóttirNetfang: berglind.o ( hjá ) fsr.is 
Beinn sími: 569 8912

Berglind er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 2008 og vann áður hjá Matís ohf. Berglind hóf störf hjá FSR í ágúst 2009 sem móttökuritari en árið 2016 tók hún við sem bókari hjá stofnuninni samhliða því að ljúka námi í Viðurkenndum bókara. Að auki hefur hún sótt ýmis starfstengd námskeið tengd bókhaldi, skjalavistun, gæðastjórnun og vefumsjón.

Bergljót S. Einarsdóttir, verkefnastjóri

BergljótNetfang: bergljot.e ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8935
Farsími: 692 1935

Bergljót er arkitekt FAÍ frá Norges tekniske högskole (NTH) í Þrándheimi og lauk kennslufræði frá sama skóla. Einnig lauk hún fjarnámi í landupplýsingafræðum frá Frjálsa háskólanum í Amsterdam og verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá EHÍ. Hún hefur unnið hjá NTH í Noregi, ýmsum arkitektastofum á Íslandi, Skipulagi ríkisins og Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkur. Auk þess sem hún var skipulagsfulltrúi Garðabæjar. Bergljót hóf störf hjá FSR í mars 2008 sem verkefnastjóri. Hún var jafnframt gæðastjóri FSR 2012-2015.

Gíslína Guðmundsdóttir, verkefnastjóri

GíslínaNetfang: gislina.g ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8950
Farsími: 895 8950

Gíslína er arkitekt FAÍ frá Listaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hún er einnig með próf í innanhússhönnun frá Danmarks Designskole. Hún hefur meðal annars starfað hjá Teiknistofunni Óðinstorgi, Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, ASK arkitektum og Arkís, ásamt því að hafa starfað sjálfstætt. Gíslína starfaði hjá FSR 2002-2008 og hóf aftur störf 2010. Hún hefur sótt fjölda starfstengdra námskeiða, meðal annars í verkefnastjórnun. 

Guðni Geir Jónsson, fjármálastjóri

Guðni GeirNetfang: gudni.j ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8923
Farsími: 895 9523

Guðni er viðskiptafræðingur (Cand. Oecon) frá Háskóla Íslands og er með MBA-gráðu frá sama skóla. Hann starfaði áður hjá Háskóla Íslands 2010-2013, Varnarmálastofnun 2008-2010, Lögreglu- og tollstjóranum á Suðurnesjum 2006-2008 og Ríkisendurskoðun 1997-2006. Guðni hóf störf hjá FSR í febrúar 2013.

Guðni Guðnason, BIM sérfæðingur

Gudni GuðnasonNetfang: gudni.g ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8906
Farsími: 777 6660

Guðni er með B.Sc. próf í byggingatæknifræði frá Tækniskóla Íslands, MSCE í byggingaverkfræði frá Georgia Institude of Technology og nám í tölvunarfræði 1982-1985 við HÍ. Hann hefur starfað hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og síðar Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Fyrst á sviði kostnaðarrannsókna, deildarstjóri tölvusviðs og sem sérfræðingur í upplýsingatækni í byggingariðnaði. Guðni hóf störf hjá FSR í mars 2017.

Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri

Guðrún IngvarsdottirNetfang: gudrun.i ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8900

Guðrún er með M.Sc. próf í stjórnun og stefnumótun frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands en lokaverkefni hennar þar fjallaði um umbætur í samkeppnishæfni íslensks byggingariðnaðar. Þá er hún með M.Sc. gráðu í arkitektúr og löggildingu sem arkitekt. 

Guðrún hefur víðtæka reynslu af bygginga- og húsnæðismálum en áður en hún kom til starfa hjá FSR starfaði hún í velferðarráðuneytinu við innleiðingu á aðgerðaráætlun stjórnvalda í húsnæðismálum. Hún starfaði jafnframt um árabil sem forstöðumaður þróunar og nýframkvæmda hjá Búseta og sem arkitekt og hönnunarstjóri hjá Arkþing og Arkís. Þá hefur hún komið að ýmissi hagsmuna- og greiningarvinnu innan málaflokksins hérlendis og á norrænum vettvangi. Guðrún hóf störf hjá FSR í febrúar 2018.

Gunnar Sigurðsson, verkefnastjóri

GunnarNetfang: gunnar.s ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8918
Farsími: 898 7948

Gunnar er byggingartæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands og húsasmíðameistari að mennt. Hann starfaði hjá byggingafulltrúanum í Hafnarfirði 1999, var sjálfstætt starfandi við húsbyggingar 2000 til 2004 og starfaði hjá Ístaki 2005 til 2006. Gunnar hóf störf hjá FSR í desember 2006.


Hafsteinn Steinarsson, verkefnastjóri

HafsteinnNetfang: hafsteinn.s ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8914
Farsími: 695 3243

Hafsteinn er byggingartæknifræðingur (B.Sc.) frá Tækniskóla Íslands 1979. Hann starfaði áður hjá Landsvirkjun, Ísafjarðarkaupstað, teiknistofunni Verkhönnun, verktakafyrirtækinu Hagvirki hf. og Fasteignamati ríkisins. Hafsteinn hóf störf hjá FSR í júlí 2007.

Ingibjörg Guðveig Ólafsdóttir, móttökuritari

Ingibjörg GuðveigNetfang: ingibjorg.o ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8910

Ingibjörg er stúdent ásamt því að hafa lokið ritaraprófi, bókhaldsmenntun og stundað nám á háskólastigi. Hún hefur víðtæka reynslu af gagnavinnslu, bókhaldi og almennum skrifstofustörfum. Ingibjörg hóf störf hjá FSR í ágúst 2016. 

Pétur Bolli Jóhannesson, verkefnastjóri

Pétur BolliNetfang: petur.j ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8946
Farsími: 840 1142

Pétur Bolli er arkitekt (Cand.Arch) frá Det Kongelige Kunstakademi í Kaupmannahöfn. Á árunum 2005-2015 starfaði hann sem skipulagsstjóri Akureyrarbæjar. Áður starfaði hann sem skipulagsarkitekt hjá Teikn á lofti ehf., verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ, sveitarstjóri Hríseyjarhrepps og sem sjálfstætt starfandi arkitekt. Hann var einnig formaður Félags byggingarfulltrúa 2012-2015. Pétur Bolli hóf störf hjá FSR í september 2015. 

Róbert Jónsson, verkefnastjóri

RóbertNetfang: robert.j ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8908
Farsími: 896 0030

Róbert er rekstrarhagfræðingur (MBA) frá Edinborgarháskóla og tæknifræðingur (B.Sc.) frá Tækniskólanum í Óðinsvéum. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands og Eignarhaldsfélagi Suðurlands hf. og hjá Reykjavíkurborg. Áður var hann ráðgjafi hjá VSÓ og hjá verkfræðistofu R&H Consulting Engineers í Danmörku. Róbert hóf störf hjá FSR í júlí árið 2008.

Sigurður Hlöðversson, verkefnastjóri

SigurðurNetfang: sigurdur.h ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8917
Farsími: 898 0270

Sigurður er með B.Sc. í byggingartæknifræði frá Tækniskóla Íslands og með sveinspróf í húsasmíði. Áður starfaði hann sem tæknilegur framkvæmdastjóri Húseininga hf., á Verkfræðistofu Siglufjarðar sf., bæjartæknifræðingur og byggingarfulltrúi hjá Siglufjarðarkaupstað og bæjartæknifræðingur og skipulags- og byggingarfulltrúi Fjallabyggðar. Hann hóf störf há FSR í ágúst 2007.

Sigurður Norðdahl, verkefnastjóri

SigurðurNetfang: sigurdur.n ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8940
Farsími: 863 5940

Sigurður er byggingarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur enn fremur lokið rekstrar- og viðskiptanámi frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sigurður hefur meðal annars unnið hjá Íslenskum aðalverktökum og Ríkisendurskoðun. Hann hóf störf hjá FSR 2004.

Stefán Ólafsson, verkefnastjóri / skráning ríkiseigna

Stefán ÓlafssonNetfang: stefan.o ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8931
Farsími: 662 4931

Stefán lauk raungreinaprófi við Tækniskóla Íslands 1989 og útskrifaðist með BA í málfræði frá Háskóla Íslands 1992. Í framhaldinu af því starfaði hann við akademíska stjórnsýslu hjá sömu stofnun á árunum 1993-1997, þá við eignaskrá ríkisins hjá Ríkisbókhaldi og síðar Fjársýslu ríkisins frá 1997-2005. Eftir það starfaði hann hjá Fasteignum ríkissjóðs og síðan frá júní 2014 hjá FSR við eftirlit og skráningu fasteigna í eigu ríkissjóðs.

Vífill Björnsson, verkefnastjóri

Vifill BjörnssonNetfang: vifill.b ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8939
Farsími: 820 5883

Vífill er byggingarfræðingur frá Tækniháskólanum í Horsens og húsasmíðameistari, en starfaði áður sem véla- og kranamaður, húsasmiður og þjálfari. Að námi loknu hóf hann störf hjá Vektor ehf. sem hönnuður ásamt því að vera sjálfstætt starfandi, einkum við ráðgjöf í byggingarmálum. Árið 2008 var hann ráðinn inn á skipulagsdeild Kópavogsbæjar og fjórum árum síðar var honum boðið að færa sig yfir á tæknideild umhverfissviðs Kópavogsbæjar. Hann starfaði sem skipulags- og byggingarfulltrúi Fljótsdalshéraðs þar til hann hóf störf hjá FSR í júní 2017. Hann hefur hlotið löggildingu sem hönnuður, lokið við réttindi byggingarstjóra I, II & III, er á lista Skipulagsstofnunar yfir skipulagsráðgjafa og hefur þungavinnuvélaréttindi á flestar gerðir stærri vinnuvéla.

Örn Baldursson, gæðastjóri og verkefnastjóri

Örn BaldurssonNetfang: orn.b ( hjá ) fsr.is
Beinn sími: 569 8915
Farsími: 895 5015

Örn er arkitekt FAÍ frá Tækniháskólanum í Þrándheimi og húsasmiður frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Áður starfaði hann hjá Svingen arkitekter as og Per Solem Arkitektkontor as í Noregi, hjá Úti og Inni arkitektum sf. í Reykjavík og sem verkefnisstjóri hjá Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar vegna átaksverkefnisins Völundarverk. Örn hóf störf hjá FSR í desember 2010. Örn hefur setið námskeið um BIM aðferðafræðina hjá EHÍ, vistvæn byggingarefni og ábyrgð byggingarstjóra hjá IÐAN ásamt ýmsum námskeiðum um forrit.