• Græn hús

Vistvænar byggingar

Hvað er vistvæn bygging?

Vistvæn bygging grundvallast á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, þar sem leitast er við að mæta þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. 

Í vistvænni byggingu er á kerfisbundinn hátt leitast við að hámarka notagildi og lágmarka neikvæð umvherfisáhrif. Við hönnun vistvænna bygginga er meðal annars lögð áhersla á orkumál, efnisval, staðarval og heilsuvernd. 

Til hvers að byggja vistvænt?

Byggingariðnaðurinn er talinn ábyrgur fyrir um 40% af orku- og hráefnanotkun í Evrópu. Með vistvænni nálgun má stuðla að minni neikvæðum umhverfisáhrifum, með því að hanna byggingar á vistvænan hátt, auka notkun staðbundinna byggingarefna, minnka notkun skaðlegra byggingarefna og um leið lágmarka kostnað. Reynsla erlendis sýnir að vistvænar byggingar verða verðmætari en aðrar byggingar vegna góðrar ímyndar, heilsusamlegs umhverfis og minni rekstrarkostnaðar. 

FSR og vistvænar byggingar

Nordic BuiltFSR er aðili að Nordic Built, sem er norrænt samstarfsverkefni sem hefur það að markmiði að hvetja til þróunar samkeppnishæfra lausna í vistvænni mannvirkjagerð. Nordic Built sáttmálinn var undirritaður þann 8. ágúst 2012, þar sem aðilar skuldbinda sig til að fylgja sáttmálanum í sínum verkum. 

Flest ríki heims, þar á meðal Ísland, hafa skulbundið sig til að stuðla að sjálfbærri þróun. Tekið er tillit til umhverfissjónarmiða og sjálfbærrar þróunar í ritunum Menningarstefna í mannvirkjagerð - Stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist og Stefna um vistvæn innkaup ríkisins. 

Sjálfbær bygging ...

  • er endingargóð og sveigjanleg
  • er hönnuð með líftíma byggingar í huga varðandi umhverfisáhrif og heildarkostnað
  • nýtir rými á hagkvæman hátt
  • tryggir heilnæmt inniloft, lýsingu og hljóðvist
  • veldur minni úrgangi á byggingartíma og í rekstri
  • er byggð úr vistvænum byggingarefnum
  • nýtir vel orku, vatn og aðrar auðlindir
  • stuðlar að vistvænum samgöngum og aðgengi fyrir alla
  • stuðlar að vistvænum og hagkvæmum rekstriVistbyggðarráð

VistbyggðaráðVistbyggðarráð

 var stofnað árið 2010 af 32 íslenskum fyrirtækjum, stofnunum og sveitar-félögum sem eiga það sameiginlegt að stefna að aukinni útbreiðslu á vistvænu skipulagi og byggingaraðferðum hérlendis. Tilgangur Vistbyggðarráðs er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi ásamt því að hvetja til stöðugra umbóta í anda sjálfbærrar þróunar í mannvirkjagerð og skipulagi. 

Umhverfisvottanir

Umhverfisvottunarkerfi eru nokkurskonar "gátlistar fyrir góða hönnun" sem auðvelda og samræma útfærslu bygginga og veita verkkaupa möguleika á að hafa tafarlaus og mælanleg áhrif á afköst byggingarinnar. 

Til eru fjölmörg alþjóðleg vottunarkerfi fyrir byggingar. Hér eru tenglar á þau helstu: 

BREEAM

BREEAM er skammstöfun fyrir Building Research Establishment Environmental Assessment Methodology, og var fyrst hleypt af stokkunum árið 1990. Þetta umhverfisvottunarkerfi var upprunalega þróað og notað í Bretlandi, en hefur nú einnig verið þróað fyrir alþjóðlegan markað og sérstaklega fyrir mismunandi svæði og lönd þar sem áherslur eru mismunandi. Um 425 þúsund byggingar eru BREEAM vottaðar í dag og 2 milljónir skráðar í vottunarferli. BREEAM

DGNB

DGNB er skammstöfun bæði fyrir þýska vistbyggðarráðið (Deutsche Gesellschaft für Nachhaltiges Bauen) og fyrir vistvottunarkerfið sem ráðið rekur. DGNB kerfið var, til að byrja með, aðeins til fyrir þýskan markað en þróaðist svo út í alþjóðlegt kerfi, DGNB International. Einnig þróaðist kerfi eingöngu ætlað opinberum aðilum í Þýskalandi, BNB (Bewertungssystem Nachhaltiges Bauen fur Bundesgebaude). DGNB er í samstarfi við World Green Building Council og Sustainable Building Alliance, sem eru samtök um vistvottanir í Evrópu. DGNB

LEED

LEED er bandarískt vottunarkerfi og stendur fyrir Leadership in Energy & Environmental Design. Þetta kerfi var þróað af U.S Green Building Council, sem var stofnað árið 1998. Vottunarkerfið er notað víða utan Bandaríkjanna og er byggt á hugmyndum BREEAM, og eru uppbygging kerfisins og meginþættir svipaðir.LEED

Green Star

Green Star er umhverfisvottunarkerif Ástrala og þróað af Green Building Council Australia (GBCA) sem var stofnað 2002. 

Green Star

Svanurinn fyrir byggingar

Svanurinn fyrir byggingar er sænskt vottunarkerfi 

Svanurinn

PromisE

PromisE er finnskt umhverfisvottunarkerfi og var þróað af öllum helstu hagsmunaaðilum í finnska fasteigna- og byggingarmarkaðnum. Kerfið var gefið út 2006.

Miljöbyggnad

Miljöbyggnad er sænskt umhverfisvottunarkerfi fyrir byggingar og var þróað af aðilum úr sænska byggingar- og fasteignamarkaðnum í samvinnu við stjórnvöld, banka, tryggingafélög og háskóla í Svíþjóð. Kerfið byggir á sænskri byggingarreglugerð og hentar vel byggingum með lítil umhverfisáhrif. 

Mijöbyggnad

CASBEE

CASBEE er japanskt vottunarkerfi og stendur fyrir Comprehensive Assessment System for Built Environment Efficiency. 

CASBEE