BIM - Upplýsingalíkön mannvirkja

BIM (e. Building Information Modelling) eða upplýsingalíkön mannvirkja, er aðferðafræði sem hefur það að markmiði að auka samverkun (e. interoperability) á milli aðila í mannvirkjagerð. 

Það ferli að hanna og stjórna upplýsingum framkvæmdar, með því að búa til sýndarveruleika af framkvæmd verkefnis og geta deilt þeim upplýsingum á milli aðila á rafrænu formi. 

FSR er í samstarfshóp um innleiðingu BIM á Norðurlöndunum í gegnum Nordisk Kontakt for Statsbygninger (NKS). 

FSR tekur einnig þátt í innleiðingu BIM með samstarfi í EU BIM Task Group, þar sem Evrópusambandið ásamt Noregi og Íslandi vinna saman að því markmiði að innleiða BIM og upplýsingatækni í mannvirkjagerði í Evrópu. 

Framkvæmdasýsla ríkisins er einn af aðal styrktaraðilum BIM Ísland, en BIM Ísland eru samtök opinberra verkkaupa sem styðja við innleiðingu BIM á Íslandi. 

Heimasíða BIM Ísland

Innleiðing BIM í nágrannalöndum

 

Aðrir BIM hlekkir: