Heilbrigðisstofnun Austurlands, borðstofa


Heilbrigðisstofnun Austurlands, borðstofa

 Verkefniskynning

Verkefnisnúmer:  608 5901
Síðast uppfært 1. 3. 2007

Verkkaupi: Heilbrigðis- og tryggingmálaráðuneytið
og Heilbrigðisstofnun Austurlands

Umsjón: Framkvæmdasýsla ríkisins
Verkefnisstjóri Guðmundur Pálsson , FSR

Arkitekt: Manfreð Vilhjálmsson Arktektar ehf.
Verkfræðingar: Hönnun hf.

Verktaki: Trésmiðjan Einir ehf.

Lýsing á verkefni

Í frumathugun var fjallað um viðbyggingu við hjúkrunarheimili aldraðra á við Lagarás 17-19 á Egilsstöðum þar sem yrði verður borðstofa um 80 fermetrar sem rúmar 30 manns. Um er að ræða viðbyggingu við vesturhlið tengibyggingar sem tengir saman heilsugæslustöðina og hjúkrunarheimili aldraðra.

Uppbygging heilsugæslunnar á Egilstöðum hefur gerst í áföngum. Sjúkrahúsið var byggt 1945, heilsugæslustöð 1974 og hjúkrunaraðstaða 1989. Fyrsti áfangi í áætlun um endurbætur og viðbyggingar var tengibyggingur við heilsugæsluna og lauk þeirri framkvæmd árið 2002. Annar áfangi er borðstofan sem byggð er upp við tengiganginn og er ætlað að bæta aðstöðu hjúkrunarsjúklinga. Þriðji áfangi, sem er fyrirhugaður, nær til endurbóta á læknamóttöku heilsugæslunnar.

Áætlunargerð

Í áætlunargerð 2. áfanga var höfð hliðsjón af byggingunni sem fyrir var hvað varðar form og til samræmis eru steyptir veggir pokapússaðir að utan. Frágangur að öðru leyti er með einangrun og plötuklæðninu að innan og burðarvirki þaks er límtré og timburþakásar. Verkið felst í að fullklára viðbygginguna að utan sem innan.

Kostnaður
Heildarkostnaðaráætlun í apríl 2003 var um 20 milljón krónur.

Tímaáætlun

Framkvæmdin hófst í október 2003 og lauk í júní 2004.

Vefvottun

Aðgengisvottun Forgangur 1 og 2Aðalvalmynd


Aukaval


Aukaval

Borgartúni 7A - 105 Reykjavík - Sími 569 8900 - Bréfsimi 569 8901


Leit

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi